144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:58]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Annað sem ég hjó eftir í ræðu hv. þingmanns var um umræðuna um samfélagsmál, hún gerði samanburð í því. Hún sagði að lítið væri rætt um samfélagsmál í fjölmiðlum og tók dæmi af langri greiningu í kringum mikla íþróttaviðburði. Þá er Gestastofa á dagskrá þar sem menn ræða aftur á bak og áfram um viðburðinn.

Ég hef haft þá skoðun að lýsingar héðan af þinginu séu oft eins og lýsingar á íþróttaviðburði en ekki lýsing á almennri umræðu. Menn segja: Það er mikil spenna í Alþingishúsinu. Svo er enginn spenntur. Það er einn stjórnarþingmaður í salnum.

Ég bið hv. þingmann um að leggja aðeins út (Forseti hringir.) af þessari hugleiðingu minni.