144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:34]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég var alls ekki að gagnrýna hvað væri búið að tala mikið í þessu máli. Það gleður mig og sýnir að fjárlagafrumvarpið vekur athygli, sérstaklega hjá minni hlutanum. Ég talaði mjög mikið árið 2012 í fjárlögunum, það voru kosningaloforðafjárlögin fyrir árið 2013 svo það sé sagt. Það voru ansi margir snúningar sem við sáum þá og voru ekki til bóta. Megnið af því var ófjármagnað.

Það er alveg rétt sem hefur komið fram, stefna ríkisstjórnar er eitt og fjárveitingar til stefnunnar annað. Fjárlagafrumvarpið gengur eðlilega út á að uppfylla stefnu ríkisstjórnarinnar en ég átta mig ekki á því hvers vegna þingmenn kvarta yfir því að hér sé eitthvað óljóst því að með hverri einustu breytingartillögu sem hér hefur komið fram eru langar útskýringar. Ég vona bara að þingmenn hafi lesið þær. Það kemur allt fram í þinggögnum sem verið er að spyrja um. (Forseti hringir.) Ég legg til að við höldum áfram með þessa umræðu á meðan hv. þingflokksformenn og formenn stjórnarflokkanna eru á fundi í þinghúsinu.