144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:42]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir að útlista þetta eins vel og hann gerði einmitt með það að í skattkerfinu getum við verið með tekjujöfnunarleið, við getum verið með misjöfn skattþrep, en í þjónustugjöldunum setjum við þetta á alla og það er klárlega miklu erfiðara fyrir suma í þjóðfélaginu en aðra að standa undir því.

Mig langar að biðja hv. þingmann hv. að hnykkja aðeins á þessu. Nú hefðum við hugsanlega tækifæri til að hækka greiðslu örorkulífeyris um 3,5% vegna þess að verðlagsforsendur hafa breyst og hvort hann sé ekki sammála mér um að það er nú lúxusvandamál sem við látum ekki fram hjá okkur fara að nota það hálfa prósent sem er þó í fjárlagafrumvarpinu, og ekki lækka þær tekjur sem þetta fólk ætti að fá.