144. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:49]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nei, ég held hún hafi aldrei virkað, „trickle down economics“ hét það í munni Ronalds Reagans og ráðgjafa hans í kringum 1980 og byggði á því að ef hinir burðugu í samfélaginu sem hefðu fjármuni á milli handa fengju ráðrúm til að baka sín stóru brauð mundu molarnir sem hrytu af borðum þeirra til okkar hinna skila sér í auknum hagvexti og meiri velsæld. Þetta hefur aldrei verið svo. Það sem við eigum hins vegar að stuðla að er réttlátt skattkerfi og réttlát tekjudreifing í þjóðfélaginu. Því miður þá gengur fjárlagafrumvarp núverandi ríkisstjórnar ekki í þá átt.