144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:52]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við greiðum hér atkvæði eftir 2. umr. um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem er ekki hér. Þetta fjárlagafrumvarp er gríðarlega sögulegt plagg vegna þess að um er að ræða mikil pólitísk tíðindi í þó nokkrum málum, pólitísk tíðindi sem eru á ábyrgð þessarar hægri stjórnar.

Ríkisútvarpið er í hættu að mati þverpólitískrar stjórnar þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eiga sex fulltrúa. Stóraukin kostnaðarþátttaka sjúklinga er veruleiki. Framhaldsskólanum er lokað fyrir 25 ára og eldri í fyrsta skipti. Og allt þetta gerist í skugga fyrsta læknaverkfalls í okkar sögu. Ójöfnuðurinn hefur þegar aukist og hann mun aukast áfram í boði þessarar ríkisstjórnar sem er vond fyrir Ísland og vond fyrir þjóðina.