144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[15:59]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég styð þessa aðgerð, það var ansi góður fundur sem Samkeppniseftirlitið hélt á Hótel Radisson Blu Sögu, líklega síðasta haust, og þar var fjallað um hvernig hægt væri að verðlauna þá sem upplýsa um skattsvik. Í Bandaríkjunum er það þannig að ef menn upplýsa um skattsvik og ríkið endurheimtir það fé þá fá þeir 10%. Þetta er kallað „black sheep“, að vera svartur sauður. Maður verður svartur sauður en maður verður ríkur svartur sauður. Þetta er gert í Bandaríkjunum. Með því að kaupa þessar upplýsingar getum við endurheimt mikið af skattfé og að sjálfsögðu verðlaunað þá sem aðstoða okkur við að innheimta.