144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:10]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Eins og kom fram áðan er þetta hluti af þeim tillögum sem við í stjórnarandstöðunni lögðum fram um að verði notaðar í tekjuöflun. Það er alveg ljóst að núverandi ríkisstjórn hefur talað fyrir því að nýta auknar arðgreiðslur úr bönkum og hefur aldeilis verið að gera það, bætt fjárhaginn bæði fyrir þessi fjárlög og hin síðustu með því að sækja aukinn arð í fjármálastofnanir, þannig að þeim ætti ekki að verða skotaskuld úr því að samþykkja þessa tillögu og ná í þá rúmu 2 milljarða sem eru fengnir vegna sölu sem ekki kom upp á yfirborðið fyrr en hún var yfirstaðin. Þeir rúmu 2.100 milljarðar væru kærkomnir í margvíslega þjónustu sem við þyrftum að efla enn frekar.