144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:08]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Ég ætlaði að nota tækifærið og fagna þessari tillögu. Þetta er til marks um hvernig samstarf skóla getur skilað mjög óvæntum árangri, þ.e. samstarf Myndlistarskólans í Reykjavík við Kvennaskólann í Reykjavík um nýja námsbraut til stúdentsprófs. Það er mikið fagnaðarefni að það hafi verið ákveðið að halda þessu áfram. Á þeim nótum eigum við að vinna og efla samstarf ólíkra skóla og tengja bók- og list- og verknám með þessum hætti, þannig að ég segi já við þessu.