144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:13]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Sú skólastefna sem hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra kynnir hér í gegnum fjárlagafrumvarpið um að meina 25 ára og eldri nemendum í bóknámi aðgang að opinbera framhaldsskólakerfinu er algjörlega óásættanleg. Þarna erum við að taka og sneiða af helstu kostum framhaldsskólakerfisins, sem er sveigjanleiki. Það er vegið að þessu fólki, t.d. konum sem vilja fara í bóknám eftir 25 ára aldurinn af mörgum ástæðum, hafa ekki getað farið þangað fyrr. Þetta eru konurnar sem verða leikskólakennarar í samfélögunum, grunnskólakennarar, sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar. Við þekkjum það sem búum úti á landi að þetta skiptir verulega miklu máli, en það á að stroka út. Hvert er verið að fara með framhaldsskólakerfið, virðulegi forseti?