144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:57]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það virðist vera að hæstv. meiri hluti haldi að þetta mál allt sé bara einn stór misskilningur af hálfu þjóðarinnar og stjórnarandstöðunnar. (Gripið fram í.) Í blöðum undanfarið hafa blaðamenn ekki haft undan að hrekja málflutning hv. þm. Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og hann hefur illa fengist til að koma í viðtal vegna þess að það er verið að reka ofan í hann [Frammíköll í þingsal.] þann ósanna málflutning sem hann hefur haldið uppi. (Forseti hringir.)

(Forseti (EKG): Hljóð í salnum.)

Hann er með ólíkindum, þessi hráskinnaleikur sem meiri hlutinn leyfir sér. Það er verið að skerða tekjur Ríkisútvarpsins vegna þess að (VigH: Það er ekki verið að …) útvarpsgjaldið fær ekki að standa og halda sér eins og það er. (Gripið fram í.) Það er málið. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Stjórnin sem er yfir Ríkisútvarpinu fer ekki með neitt fleipur, hvort sem hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur líkar það betur eða verr. Ég held að hv. þingmenn meiri hlutans ættu einhvern tímann að hlusta á (Forseti hringir.) jafnvel sitt eigið fólk í stjórn Ríkisútvarpsins.