144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:59]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Hér fara menn mikinn. Formaður Samfylkingarinnar, hv. þm. Árni Páll Árnason, talar um handjárn á RÚV. Þessi stofnun, verði þessi tillaga samþykkt, mun fá á fjárlögum 3.680 milljónir. Það er ekki lítið fé. Að líkja þessu við litla einkarekna sjónvarpsstöð úti í bæ er þvættingur og hv. þm. Róberti Marshall til skammar að vera með þann málflutning. Svo eru það þessi meintu handjárn sem formaður Samfylkingarinnar talar hér um, við skulum kíkja aðeins á hvað texti greinargerðarinnar hefur í för með sér:

„Þessi tímabundna fjárheimild […] er háð skilyrðum um að á vegum stjórnar og stjórnenda félagsins fari fram vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu og að haldbærar rekstraráætlanir verði gerðar …“

Eru menn hér virkilega á móti þessu? Eru menn sem leiða stjórnarandstöðuna að halda því fram að kröfur sem þessar á hendur þeim sem fara með almannafé (Forseti hringir.) séu handjárn? Hvernig í ósköpunum geta menn í alvöru haldið þessu fram?