144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:05]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um þá tillögu okkar í minni hlutanum á þingi að gefa nú nokkuð duglega í í fjárveitingum til myndlistarsjóðs og Bókasafnssjóðs höfunda og tónlistarsjóðs. Það eru hlutir sem skipta máli. Hv. þingheimur sér að þetta eru ekki stórar upphæðir í samhengi hlutanna en þessar upphæðir nýtast gríðarlega vel. Þetta eru upphæðir sem nýtast til markaðssetningar á hljómsveitum sem hugsanlega síðan skapa 50 manns vinnu í kringum sig ef þær slá í gegn. Myndlist er ekki bara eitthvert dútl, hún er verðmætaskapandi. Það er hægt með mjög hnitmiðuðum aðgerðum og í gegnum þessa samkeppnissjóði að blása lífi í þessar greinar. Vissulega leggur ríkisstjórnin til í öðrum liðum sem við greiðum atkvæði hér um að einhverjir fjármunir séu settir í það, en það er bara ekki nóg. (Forseti hringir.) Hér viljum við að settir séu almennilegir, hnitmiðaðir fjármunir í þessa sjóði.