144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:07]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Framlög í myndlistarsjóð eru allt of lág. Við vitum hversu mikið þjóðin hagnast á tónlistarstarfseminni og hversu mikilvægt er að bæta þar í. Höfundar munu verða fyrir búsifjum vegna hækkunar á virðisaukaskatti á bækur ef svo heldur fram sem horfir. Þetta eru ekki stórar fjárhæðir í hinu stóra samhengi. Í heild er breytingartillaga okkar um þessa þrjá liði upp á 85 milljónir. Ég veit að það eru ekki miklir peningar í augum stjórnarmeirihlutans, þeir duga kannski tæpast fyrir sjö aðstoðarmönnum í forsætisráðuneytinu en þetta eru samt alvörupeningar sem skipta miklu máli fyrir venjulegt fólk.