144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:14]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég vil í örstuttu máli gera grein fyrir þessari tillögu allsherjar- og menntamálanefndar sem við leggjum hér fram öll saman. Við gerum ekki tillögu um að það fjölgi á listanum fyrir heiðurslaun listamanna frá því á síðasta ári. Við teljum rétt að fyrir næstu fjárlög endurskoðum við með hvaða hætti tillöguflutningurinn fer fram. Lögin sem þessi tillaga byggir á eru nr. 66/2012 og við teljum rétt að gagnsærra ferli sé varðandi það hvernig fólk getur komist á þennan lista og vonumst til þess að geta staðið betur að þessum tillöguflutningi að ári. (HHG: Opnir nefndafundir …)