144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:34]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Við skýringar við þessa fjárheimild sem þingið er hér að veita hefur margt verið sagt og kannski ekki alltaf hugsað til enda eins og í þessu máli. Byggðaáætlun var samþykkt á þinginu síðastliðið vor þar sem fjallað var meðal annars um dreifingu opinberra starfa. Þau áform um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu, þ.e. hluta af starfsemi hennar, til Akureyrar þarfnast meðal annars þessarar fjárheimildar. Ákvörðun hefur auðvitað ekki verið tekin, flutningurinn er ekki hafinn enda þarf til þess ákveðnar heimildir sem hér er meðal annars verið að sækjast eftir. Ég held að þingmenn ættu kannski að velta því fyrir sér með hvaða hætti eigi að kynna áform og hvernig eigi að undirbúa því að það er haft samráð við fólk. [Kliður í þingsal.]