144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:37]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Að sjálfsögðu styð ég þessa tillögu og vil brýna fyrir þingheimi að við megum alls ekki svelta þessa stofnun. Við eigum það mikið undir henni, það er dýrt að fullnýta ekki fiskstofnana. Það má alls ekki gerast, eins og gerðist á þessu ári, að það þurfi sérstaka fjárveitingu frá ríkisstjórninni til þess að Hafrannsóknastofnun geti farið í sína árlegu leiðangra. Við látum það verða okkur víti til varnaðar og sköffum stofnuninni nægt fé til að stunda eðlilegar rannsóknir til þess að við getum fullnýtt fiskstofnana okkar. Það er það mikið undir.