144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:40]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Eitt af fyrstu verkefnum þessarar ríkisstjórnar var að draga úr og skera niður sóknaráætlanir landshluta og skrúfa þar með hugmyndina um byggðaþróun og byggðastefnu marga áratugi aftur í tímann, eins og sést á stórkarlalegum vinnubrögðum með illa ígrunduðum tilfærslum á stofnunum út á land af hálfu þessarar ríkisstjórnar. Hugmyndafræðin sem byggð var upp í sóknaráætlun fólst í allt öðru, að fela fólki í hinum dreifðu byggðum vald yfir eigin málum, að fela fólki sjálfu fé þannig að forgangsröðun verkefna yrði ákveðin og afráðin í heimabyggð. Við leggjum til myndarlegt viðbótarframlag til sóknaráætlunar. Það er nauðsynlegt til þess að skapa heilbrigðan grunn undir framsækna byggðastefnu í landinu.