144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:03]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég fagna þessum tillögum og tel mig hafa heimild til að fagna þeim sérstaklega fyrir hönd allsherjar- og menntamálanefndar. Við höfum heimsótt fangelsið frá því að við tókum til starfa og urðum vör við þessar ágætu áætlanir um úrbætur. Það er gríðarlega mikilvægt að hér sé verið að fara í endurnýjun á tækjabúnaði en ekki síður mikilvægt að setja fjármuni í Sogn þar sem tiltölulega lágar fjárhæðir geta haft miklar breytingar í för með sér vegna þess að hér er gert ráð fyrir því að sett verði þak á útigarðinn við fangelsið á Sogni þannig að það skapast aukið pláss og þar með bætt aðstaða fyrir þá sem þar dvelja og starfa.