144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:16]
Horfa

Haraldur Einarsson (F):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með þeim tveimur sem töluðu á undan mér. Við greiðum hér atkvæði um að auka í Hafnabótasjóð til að rannsaka höfnina í Þorlákshöfn, en á henni þyrfti að gera miklar breytingar. Það þarf að fara að ráðast í viðhald á henni og ef höfninni væri breytt fyrir skip allt að 180 metrar fæli það í sér mörg atvinnutækifæri, ekki bara fyrir þá sem búa í Þorlákshöfn heldur einnig á Suðurlandi. Þetta hefur verið baráttumál hjá mörgum sveitarfélögum á Suðurlandi, höfnin yrði þá þjónustuhöfn fyrir mörg sveitarfélög. Ég fagna þessu mikla atvinnubótamáli og segi já við tillögunni.