144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:20]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Þetta er eitt af því skárra í fjárlagatillögunum sem koma frá hæstv. ríkisstjórn og löngu tímabært. Ég hef gert grein fyrir afstöðu minni varðandi þá fjármögnun sem hér er lagt upp með og hef haft um hana efasemdir en það er ríkisstjórnarinnar að finna út úr því hvernig hún ætlar að fjármagna þetta. Ég tek undir með þeim þingmönnum sem hafa talað um Húsavíkurflugvöll og tel að það sé afar mikilvægt að hann komi hér inn og tek einnig undir með hv. síðasta ræðumanni varðandi flughlað á Akureyrarflugvelli. Það er mál sem er búið að vera allt of lengi að þvælast í kerfinu og tækifærið er að renna okkur úr greipum og ég vona svo sannarlega að við náum að klára það milli umræðna.