144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:21]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S):

Herra forseti. Eins og ég lýsti í fyrri atkvæðaskýringu minni áðan urðu fjarskiptamál eitt af þeim aðalmálum sem sveitarstjórnir báru upp við fjárlaganefnd sem áhugasvið um úrbætur. Með þessari tillögu gerum við tilraun til þess að brjótast út úr þeirri kyrrstöðu sem hefur verið í fjarskiptamálum. Við erum með þessu skrefi að hefja nýja sókn í fjarskiptamálum. Með fjárveitingunni leggjum við áherslu á hringtengingu ljósleiðara, að tengja þéttbýlisstaði sem ekki hafa ljósleiðaratengingu, og ekki síður að stuðla að uppbyggingu að aðgangsneti, t.d. fyrir Skaftárhrepp, eins og segir í ályktun Alþingis um byggðamál frá síðasta vori þar sem lögð var áhersla á fjarskiptamál og þá sérstaklega í hinum veiku byggðum.