144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:46]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli á því að Sjúkrahúsið á Akureyri er ein af þeim stofnunum sem hefur staðið sig vel á erfiðum tímum og hefur óskað eftir því að fá viðbótarframlag umfram það sem meiri hluti fjárlaganefndar hefur lagt til til að geta haldið sig innan fjárheimilda. Í ljósi þess að þetta er ein af þeim stofnunum sem hefur ekki farið ítrekað ógurlega mikið fram úr fyndist mér það gustukaverk hjá ríkisstjórninni að mæta í stóra samhenginu þeim 50 millj. kr. sem upp á vantar, miðað við þær tillögur sem meiri hlutinn leggur til. Því leggjum við í minni hlutanum til 100 millj. kr. framlag þannig að stofnunin megi halda áfram að starfa innan fjárheimilda eins og hún vill í rauninni gera.