144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:01]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Hér er lögð fram tillaga um 1 milljarðs kr. aukaframlag til Landspítalans. Ég held að við hljótum að fagna því. En vegna orða hv. þm. Árna Páls Árnasonar áðan, að núverandi ríkisstjórn setti ekki krónu í viðhald á Landspítalanum, er það í fjárlögum upp á 400 milljónir svo að þingmaðurinn sé upplýstur um það hvað stendur í fjárlögunum.