144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:04]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði að fagna því sérstaklega að samstaða er um að bæta við 1 milljarði til Landspítala – háskólasjúkrahúss, breið og góð samstaða. Ég minnist þess ekki að meira hafi verið rætt um einstaka stofnun í fjárlagagerðinni en ætla að leyfa mér að fullyrða að fjárhagsvandi Landspítalans hafi fengið alveg gríðarlega mikla umfjöllun. Þess vegna, í ljósi þess, er ég glaður að sjá að stjórnarandstaðan ætlar að styðja þetta góða framlag sem við í meiri hlutanum leggjum til og hún ætli ekki að trompa okkur, eins og hún hefur gert í nánast öllum öðrum liðum, nema um 0,5% sem sýnir hversu mikil samstaða er um þetta verkefni. Ég verð samt að viðurkenna að mér finnst einhvern veginn eins og þessi niðurstaða sé í miklu ósamræmi við þá umræðu sem hefur verið í samfélaginu um þetta málefni.