144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:05]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F):

Virðulegur forseti. Ég kem hér upp til fagna sérstaklega þessari tillögu um að leggja 1 þús. milljónir í viðbót í rekstur Landspítalans. Framlagið verður sem sagt 21% meira en það var í tíð síðustu ríkisstjórnar og það er til viðbótar því að viðhald hefur verið aukið úr 173 milljónum í tíð síðustu ríkisstjórnar í 473 milljónir og þótti ekki mikið til koma af hv. þm. Árna Páli Árnasyni sem var í síðustu ríkisstjórn. Ég vil líka benda á að framlög til tækjakaupa hafa aukist úr 129 milljónum í 1.440 milljónir í þessum fjárlögum og ég er ánægður með það. Ég segi já.