144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[20:33]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Þetta er ekki falleg gjörð gagnvart þeim allt of mörgu aðilum sem munu missa bótarétt sinn. Þeir munu jafnvel missa algjörlega allan rétt á nokkrum einustu bótum af því að það eru allt öðruvísi reglur um réttindi til framfærslu á sveitarstjórnarstigi eða hjá Atvinnuleysistryggingasjóði. Ég mundi gjarnan vilja, áður en farið er í svona aðgerðir, að það yrði kannað nákvæmlega hvernig áhrif þetta hefur á þá sem við erum að setja ný lög um. Ég styð að sjálfsögðu heils hugar þessa tillögu og ég vildi óska þess að þið í meiri hlutanum vilduð vera svo væn að hugsa aðeins um hvað þið eruð að gera með þessu. Þetta er ótrúlega ómanneskjuleg aðgerð.