144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:05]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Hér erum við að ræða 1 milljarðs kr. aukningu í barnabætur sem mótvægisaðgerð við hækkun matarskatts. Ég hef ekkert á móti hærri barnabótum en spyr samt hvernig þær virka sem mótvægisaðgerð. Hvernig eru barnafjölskyldur landsins samsettar? Er þetta eins og í eina tíð, að það voru kona og maður og börn og allir bjuggu sáttir undir einu þaki? Er ekki veruleikinn sá að barnabætur skiptast ekki alltaf jafnt núna á milli heimila, milli foreldra sem hafa skilið að skiptum? Þetta þarf að taka inn í þegar við athugum þessa mótvægisaðgerð.