144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:15]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Lykilatriðið við agaða fjármálastjórn er að fara á undan með góðu fordæmi. Lykilatriðið ef menn vilja skapa aga í ríkisfjármálum er að sýna fordæmi með verkum sínum. Þessi ríkisstjórn getur það ekki. Liðurinn um hana sjálfa vex stjórnlaust ár frá ári og hún hleður á sig aðstoðarmönnum en virðist samt með eindæmum lánlaus. Það hlýtur að þurfa að vekja á því athygli hér að engin tilraun er gerð af hálfu ríkisstjórnarinnar til að hemja eigin útgjöld. Þetta er skelfilegt fordæmi sem hún setur stofnunum, sem hún lætur síðan ekki einu sinni fá framlög í samræmi við lögbundnar skyldur. Hvaða skilaboð er verið að senda útvarpsstjóra sem biður um framlög í samræmi við lögbundnar skyldur? Þeim er hafnað (Forseti hringir.) en svo er hlaðið utan á ríkisstjórnina fjárveitingum sem engar lagaskyldur kveða á um.