144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:40]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla að tala um fundarstjórn forseta. Ég vil hvetja menn til að hugsa sig vel um áður en menn fara að miða tímasetningu atkvæðagreiðslu við það hvenær einstaka hæstv. ráðherrar eru á svæðinu. Við tölum oft um virðingu þingsins og hvað áferð er og það að við séum hér farin að takast á við þetta undir fundarstjórn forseta og ráðast á, eða eigum við að segja gagnrýna einstaka hæstv. ráðherra sem eru ekki á svæðinu og jafnvel fyrirtæki sem eru úti í bæ, ég held að það sé ekki góður bragur á því.