144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:46]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er mjög einkennilegt hér að aflokinni þessari góðu atkvæðagreiðslu þegar þingið er að skila fjárlagafrumvarpinu aftur í fjárlaganefnd að ráðist skuli vera á forsætisráðherra landsins vegna þess að hann er fjarverandi.

Virðulegi forseti. Á hvaða braut er þessi stjórnarandstaða komin? Það vantar fleiri þingmenn í þinghúsið í dag. Ekki gerum við athugasemdir við það. (SSv: … forsætisráðherra.) Hvað er um að vera? Þingið, 63 þingmenn, fer með fjárveitingavaldið. Auðvitað hefur fólk leyfi til að vera fjarverandi. Mér finnst það hvernig stjórnarandstaðan hamast út í hæstv. forsætisráðherra vera komið á þann stað að það þurfi að ræða í hv. forsætisnefnd. Ég kannast nefnilega (Gripið fram í.) við þessi vinnubrögð frá síðasta þingi frá sama fólki.