144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

dómstólar.

419. mál
[22:42]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Um millidómstigið má segja að það er alveg ljóst að sú breyting, ef af verður, yrði gríðarlega kostnaðarsöm. Maður hlýtur að velta því nokkuð fyrir sér hversu viðamikið stofnanakerfi 0,3 milljóna þjóð á að hafa. Það getum við rætt betur síðar.

Ég þakka fyrir upplýsingarnar um stöðu mála í Hæstarétti, að þaðan hafi ekki verið óskað eftir neinu í þessu efni. Ég vil þá inna ráðherrann eftir því hvort það hafi verið nægilega góður umbúnaður um Hæstarétt í fjárlögunum til að kaupa vinnu af þessu tagi, eins og þau voru afgreiddar núna við 2. umr., og hvort það hafi verið fullnægjandi fjárveitingar til Hæstaréttar til að sinna því mikla álagi sem þar hefur verið. Ef ekki hvet ég ráðherrann til þess að taka það upp við fjárlaganefndina milli umræðna (Forseti hringir.) og huga líka að álaginu þar um leið og við gerum það í héraðsdómi.