144. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[14:21]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég sá ekki betur en að í máli hv. þingmanns hafi brauðmolakenningin birst í hnotskurn. Þeir ríku kaupa sér dýr og flott heimilistæki og geta þar með skipt hinum gömlu út og þannig geta þau rúllað niður til þeirra efnaminni. Það er nákvæmlega þetta sem brauðmolakenningin gengur út á og það finnst mér ekki góð leið til að reka samfélag.

Varðandi það hvort einhver ákveðin prósenta á skatti sé eignarnám eða skattur — ég verð bara að viðurkenna að eiginlega skil ég ekki spurninguna. Ég hefði haldið að skattur væri eitthvað sem við komum okkur saman um að innheimta til að reka samfélagið og hann sé notaður til þess að byggja það upp, (Forseti hringir.) en ekki eignarnám.