144. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[14:57]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég frábið mér allt tal um útúrsnúning. Mér finnst miklu nær að tala um útúrsnúning þegar komið er mjög huglægt mat, þ.e. það sem venjulegt fólk kaupir sér ekki.

Þá erum við aftur komin að annarri spurningu: Hvað er venjulegt fólk? Við endurmat á einhverju huglægu mati. Fyrir mér vakir það fyrst og fremst að hér sé til virk skattlagning sem virðisaukaskatturinn er. Ég er margbúinn að benda á það að virðisaukaskattur er mjög slæmt tæki til jöfnunar og því held ég að það eigi að beita öðrum tækjum og það eru ýmsar hliðarráðstafanir sem fylgja þessu frumvarpi. Hv. þingmaður hefur undirritað eið að stjórnarskránni og í 72. gr. stjórnarskrárinnar er fjallað um eignarnám og ég spyr enn og aftur: Hver eru mörk eignarnáms og skattlagningar?

Ég hef lokið máli mínu.