144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

fangaflutningar Bandaríkjanna.

[10:38]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Aftur tek ég undir orð hv. þingmanns um mikilvægi þess að kanna þetta mál eins gaumgæfilega og kostur er. En ég vil þó nefna að mér skilst að við fyrstu athugun í utanríkisráðuneytinu hafi ekkert komið fram í þessari skýrslu um Ísland og raunar ekki um fangaflutninga heldur. Það breytir þó ekki því að rétt er að leita allra leiða til að tryggja að menn hafi allar þær upplýsingar sem kostur er á í þessu máli.