144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[11:53]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við göngum nú til atkvæða um stærstu einstöku skattahækkun frá hruni í boði núverandi ríkisstjórnar sem leggur sig fram um að leggja álögur á venjulegt fólk en létta byrðum af þeim sem helst eru í færum til að bera þær. Við höfum fyrir nefnd fengið viðvörunarorð aðila vinnumarkaðarins, viðvörunarorð verkalýðshreyfingarinnar gagnvart hækkun á matarreikningi heimila og séð rannsóknarniðurstöður sem benda til þess að lækkanirnar muni ekki skila sér með sama hætti og hækkun á matvælum. Við höfum líka fengið að heyra viðvörunarorð rithöfunda og bókaútgefenda. Íslensk tunga á undir högg að sækja. Hækkun á virðisaukaskatti á bækur eru sérkennileg skilaboð frá ríkisstjórninni.

Virðulegi forseti. Þetta er mikið óheillamál.