144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[11:57]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það sem hæst ber í þessu máli er hækkun matar- og bókaskattsins og niðurfelling sykurskatts. Það er ýmislegt í þessu frumvarpi sem er vel hægt að styðja eins og að fækka undanþágum í afþreyingu í ferðaþjónustu en manneldis- og lýðheilsustefna ríkisstjórnarinnar sem felst í því að hækka hollustuvörur í verði, grænmeti, mjólk, kjöt og fisk, en lækka sælgæti og gos er fráleit. Röksemdafærsla sem gengur út á það að þó að menn að sönnu hafi illa eða verr efni á því að kaupa hollan mat þá geti þeir huggað sig við það að þeir geti bætt sér það upp með því að kaupa ódýrari flatskjá. Þetta gengur ekki upp og dæmir sig sjálft. Því miður hefur ríkisstjórnin gjörsamlega forklúðrað því að standa þannig að breytingum í skattamálum að ásættanlegt væri. Ekki þarf að hafa frekari orð um það.