144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[12:50]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Þessi ríkisstjórn hófst handa við að draga til baka hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu sem þó hafði verið gefinn ársfyrirvari á. Nú á að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu með nokkurra daga fyrirvara. Tvískinnungurinn er augljós og vert að hafa í huga að ríkisstjórnin sló sig til riddara með því að lækka virðisaukaskatt úr 14% á ferðaþjónustu niður í 7%. Nú blasir við samkvæmt fjárlagafrumvarpi sú stefnumörkun fjármálaráðherra að strax á næsta ári verði virðisaukaskattur á ferðaþjónustu aftur færður upp í 14% eins og allt annað í neðra þrepinu. Þetta er í fyrsta skipti sem menn (Gripið fram í.) lækka virðisaukaskatt úr 14% niður í 7% með því að hækka hann síðan tveimur árum seinna aftur upp í 14%. (Gripið fram í.)