144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[13:03]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér á að klípa af tryggingagjaldinu og láta það renna beint í ríkissjóð. Tryggingagjaldið er ekki lækkað af því að það er svo dýrt, segir hv. þm. Pétur Blöndal. Tryggingagjaldið leggst þyngst á lítil fyrirtæki sem hafa ekki mikla fjárfestingu.

Áðan sá meiri hlutinn ástæðu til þess að hækka kostnað bókaútgefenda og tónlistarútgefenda þar sem nánast allt byggist á mannafla en hann getur ekki lækkað tryggingagjaldið á þessi fyrirtæki. Hjá hverjum lækka gjöldin? Hjá stórútgerðinni. Auðlegðarskattur er afnuminn og matarskattur lagður á fólkið í landinu. Það er allt á sömu bókina lært hjá þessari ríkisstjórn. Hún gerir eitthvað fyrir þá sem geta allt og ekkert fyrir hina sem geta minna. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)