144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[13:09]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Jöfnun á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða hljómar svolítið tyrfið. Það væri alla vega ekki gott nafn á hljómsveit svo að dæmi [Hlátur í þingsal.] sé tekið. Það tekur mann svolítinn tíma að uppgötva hvað er á seyði hérna. Hvað er á seyði? Ef áform ríkisstjórnarinnar ganga eftir í þessu efni og ríkið hættir að jafna örorkubyrði almennra lífeyrissjóða þá þýðir það að fólk sem vinnur erfiðisvinnu í landinu mun þurfa að borga hærri iðgjöld eða fá skert lífeyrisréttindi í samanburði við annað fólk. Er það eitthvað sem þingheimur vill? Er það eitthvað sem þingheimur er búinn að ræða? Þetta er náttúrlega stefnumörkun sem leiðir til þess að það verða tveir hópar í landinu hvað lífeyrisréttindi varðar; þeir sem vinna erfiðisvinnu og svo hinir.