144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[13:34]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Atvinnuleysi hefur minnkað mjög mikið frá hruni. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur lagði ríka áherslu á virkar vinnumarkaðsaðgerðir, tækifæri fólks til þess að afla sér menntunar og að skapa umgjörð til þess að efnahagslífið yxi og dafnaði. Til að fagna þeim árangri hefur núverandi hægri ríkisstjórn ákveðið að leggja sérstakar byrðar á þá sem eru kannski mestu fórnarlömb hrunsins, þá sem misstu atvinnu sína í kjölfar hrunsins og hafa búið við langtímaatvinnuleysi. Nú á að skerða lögbundin réttindi fólks til þriggja ára atvinnuleysistrygginga um sex mánuði. Það á að draga úr vinnumarkaðsaðgerðum, þær eru nánast engar eftir hjá núverandi ríkisstjórn og það á að draga úr möguleikum fólks, fullorðins fólks, til þess að sækja sér menntun. (Forseti hringir.) Þetta er skammarleg aðgerð. (Forseti hringir.) Þessi ríkisstjórn hefur ekki bitið (Forseti hringir.) úr nálinni með þessa …(Forseti hringir.)