144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[13:40]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Þegar greiðsluþátttökukerfinu var komið á fót var alltaf gert ráð fyrir því — (SII: Það er rangt.) alltaf gert ráð fyrir því að S-merktu lyfin sem afgreidd væru utan sjúkrahúsa mundu verða hluti af kerfinu. Það var alltaf gert ráð fyrir því. (SII: Það er rangt.) Það var alltaf gert ráð fyrir því, herra forseti.

Þessi ríkisstjórn hefur síðan í þessari fjárlagagerð varið 150 milljónum til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga sérstaklega. (Gripið fram í.)150 milljónirnar munu þannig koma til móts við þá 3 milljarða sem sjúklingar eru almennt annars að greiða fyrir lyfseðilsskyld lyf og það mun lækka lyfjakostnaðinn vegna þeirra lyfja um 5%. Eftir því sem við erum með fleiri undanþágur í greiðsluþátttökukerfinu þeim mun meira munu menn þurfa að greiða fyrir þau lyf sem þar eru. Hér er verið að stíga það skref að breikka kerfið og auka við gildissvið greiðsluþátttökukerfisins sem (Forseti hringir.) mun leiða til þess að kerfið verður (Forseti hringir.) sanngjarnara.