144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[13:51]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Þetta frumvarp er alveg ótrúlegt. Hér rekur hvert málið annað, sem er vitnisburður um ótrúlega slæma stefnumörkun og framtíðarsýn. Nú horfum við á stefnumörkunina í umhverfismálum. Hér á að taka tekjur á uppboði á losunarheimildum og færa þær beint í ríkissjóð. Þær eiga ekki að fara í loftslagssjóð sem á að sinna ýmsum mjög mikilvægum umhverfisverkefnum, þróunarverkefnum. Þetta er allt á eina bókina lært. Við höfum ekki sérstakan og sjálfstæðan umhverfisráðherra heldur gegnir hann líka öðrum ráðherraembættum. Sú stefnumörkun og það viðhorf til umhverfismála kom strax fram á upphafsmetrum ríkisstjórnarinnar. Mjög metnaðarfullu verkefni um uppbyggingu græna hagkerfisins hefur algjörlega verið ýtt út af borðinu og er núna orðið að einhverri fyrirsögn á því áhugasviði hæstv. forsætisráðherra að gera upp hús. Þetta er (Forseti hringir.) fullkomlega fáránlegt. Maður veltir (Forseti hringir.) fyrir sér hvert ríkisstjórnin er að fara í umhverfismálum, þessum risastóra og mikilvæga málaflokki.