144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[13:57]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það er allt rétt sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon rekur hér um tilurð þessa máls. Það er algjörlega órætt í nefndinni. Við sitjum hjá við afgreiðslu þess nú enda hefur formaður nefndarinnar tjáð að það verði tekið fyrir á fundi nefndarinnar á eftir. Það er grundvallaratriði að bílaleigurnar fái að tjá sig fyrir nefndinni og fjalla um málið. Það þarf að fara yfir hvaða aðlögunartíma eigi að veita ef menn vilja breyta þessu fyrirkomulagi. Auðvitað hafa menn gert ráðstafanir, gert pantanir á bílum. Það er mjög sérkennilegt að fá í síðasta andardrætti formanns nefndarinnar tillögu um breytingu af þessum toga þegar verið er að taka málið úr nefnd. Þetta eru engin vinnubrögð og það er ekki hægt að fara fram á það að þingheimur fallist á slíka afgreiðslu mála.