144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

mat á umhverfisáhrifum.

53. mál
[14:07]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér leggur minni hluti umhverfisnefndar til örlitla breytingu á einu ákvæði í lögunum og þessu frumvarpi. Hún lýtur að matsskylduákvörðun, að einn flokkur í þessu máli, C-flokkur, verði færður til sveitarfélaganna. Rökstuðningurinn fyrir því er næfurþunnur hjá meiri hluta nefndarinnar og við höfum ekki fallist á hann. Verið er að setja mjög stór verkefni á misstór sveitarfélög sem geta sum hver ekki sinnt þeim. Skipulagsstofnun þarf eftir sem áður að fylgjast með framkvæmdinni hjá sveitarfélögunum. Það er eftir sem áður mikil fyrirhöfn hjá Skipulagsstofnum og stundum eru sveitarfélögin sjálf framkvæmdaaðilar og eru þess vegna komin allan hringinn í þessu máli.

Frumvarpið er til komið vegna ábendinga frá ESA, en þessi þáttur er heimatilbúinn þannig við mælumst til þess að þingheimur (Forseti hringir.) samþykki breytingartillögu okkar.