144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

framhaldsskólar.

214. mál
[14:22]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég sit hjá í þessu máli, ekki af því að ég sé fylgjandi gjaldtöku fyrir námsefni í skólum heldur af því að raunin er því miður sú að þau ákvæði sem við samþykktum hér í framhaldsskólalögum um að námsefni yrði nemendum að kostnaðarlausu hafa ekki komist til framkvæmda. Ég hefði talið mikilvægt að við mundum taka höndum saman á Alþingi um að skoða hvernig við getum lækkað námsefniskostnað nemenda og helst gert hann að engu og þá fari saman bæði rafrænt og annað námsefni. Ég tel að slíkrar heildarendurskoðunar sé þörf.