144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

framhaldsskólar.

214. mál
[14:23]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf):

Hæstv. forseti. Við í Bjartri framtíð fögnum því þróunarverkefni sem er verið að fara af stað með, að auka rafræn námsgögn, og styðjum það heils hugar ef farið verður meira út í það. Í þessu frumvarpi er verið að setja gjald á nemendur sem við getum ekki sætt okkur við. Við teljum að ríkissjóður eigi að koma að því ef fara á í slíkt þróunarverkefni. Þetta er mjög jákvætt skref í átt að breytingum á námsefni í nútímalegum kennsluháttum og mun minnka kostnað þegar fram líða stundir. Við getum ekki sætt okkur við það að nemendur beri kostnaðinn einir en setjum okkur samt ekki upp á móti málinu heldur sitjum hjá.