144. löggjafarþing — 48. fundur,  12. des. 2014.

tekjustofnar sveitarfélaga.

366. mál
[17:04]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Nú erum við að ljúka þessum fundi á þessum ágæta föstudegi. Þingmenn eru flestir farnir heim, ætla ekki að halda áfram ræðuhöldum í kvöld, ætla að leyfa þessu að renna út í sandinn. Mér er orðið ljóst núna að það er búið að hleypa málum í gegn og samningsstaða minni hlutans er nánast engin eftir til að halda áfram málþófi. Það er kannski einhver glæta en stóru málin eru farin í gegn.

Mig langaði bara að landsmenn vissu þetta, sér í lagi í ljósi þess að það birtist í fréttum í gær að heilbrigðisráðherra hefði sagt að hann tryði ekki að læknar færu í verkfall. Læknar eru í verkfalli í fyrsta skipti í sögunni. Mér finnst það mjög alvarlegt ef stjórnarandstaðan sér sér ekki fært að halda þinginu starfandi þangað til læknadeilan leysist.