144. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2014.

lengd þingfundar.

[10:32]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 10. gr. þingskapa, um lengd þingfundar, er það tillaga forseta að þingfundur geti staðið lengur í dag en þingsköp kveða á um. — Er óskað atkvæðagreiðslu um þessa tillögu forseta? Svo er ekki og skoðast hún samþykkt.

Forseti vill taka fram áður en lengra er haldið að að loknum dagskrárliðnum óundirbúinn fyrirspurnatími verður gert kortershlé áður en gengið verður til atkvæða um þau dagskrármál sem fyrirliggjandi eru.