144. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[18:02]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Herra forseti. Á þingskjali 745 er breytingartillaga við það frumvarp sem hér er á dagskrá frá mér um að í stað fjárhæðarinnar „810 kr.“ í 10. gr. komi: 824 kr.

Þannig er mál með vexti að við 2. umr. um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 var samþykkt breytingartillaga þar sem framlög til trúfélaga voru aukin um 50 millj. kr. Lagt er til að föst krónutala sóknargjalda hækki í 824 kr. á mánuði árið 2015 í stað 810 eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu.

Meira er ekki um þetta mál að segja.