144. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[20:08]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir ágæta ræðu. Ég hlýddi á hana alla. Ég ætla að gera athugasemd sérstaklega við niðurlagið því að það stendur nefnilega í nefndaráliti frá meiri hluta hv. efnahags- og viðskiptanefndar að nefndin bendi jafnframt á — þegar hún talar um hinn efnahagslega hvata til kaupa á rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiðum — að verulega brýnt sé orðið að marka framtíðarstefnu í þessum málum. Nefndin kallar eftir því að mörkuð verði framtíðarstefna en ekki alltaf verið að framlengja um eitt ár í senn.